Blái Skjöldurinn

Samstarf um verndun menningarverðmæta

Um Bláa Skjöldinn

Markmið Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins eru að vernda menningarverðmæti þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara og átaka m.a. með áætlunum og viðbrögðum þegar vá steðjar að og stuðningi þegar hættuástandi lýkur.

Lesa meira

Viðbrögð við vá

Upplýsingar um það hvernig bregðast á við þegar að hætta steðjar að, hvernig á að bregðast við með ólíkan safnkost. Flokka eftir t.d. Listasöfn, minjasöfn, skjalasöfn, minjastaðir og bókasöfn. Leggja áherslu á að öll söfn eigi viðbragðsáætlanir sem farið er yfir reglulega.

Lesa meira

Ítarefni

Hér má finna tengla á frekara lesefni fyrir áhugasama á efni sem tengist Bláa Skildinum, menningarminjum og viðbrögð við vá.

Lesa meira

Viðbragðsáætlun við vá í friðlýstum kirkjum – Leiðarvísir

Fyrr á þessu ári gaf Minjastofnun út nýjan leiðarvísi vegna gerð viðbragðsáætlunar við vá í friðlýstum kirkjum. Höfundur leiðarvísins er Nathalie Jacqueminet forvörður sem jafnframt situr í Landsnefnd Bláa skjaldarins en hún hefur átt sæti í nefndinni í áraraðir. Markmið með útgáfu leiðarvísins er að hjálpa ábyrgðaraðilum og forráðamönnum kirkna að vera vel í stakk…

Aðalfundur Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins

Á aðalfundi Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf en fundurinn var haldinn sem fjarfundur föstudaginn 4. september sl. frá kl. 13:00-15:45. Stjórnarkjör áttu sér stað og var nýr forseti kosinn, Peter Stone, en hann var áður varaforseti Bláa skjaldarins. Peter Stone tók við af Karl Habsburg sem hafði verið forseti Bláa skjaldarins til fjölda…

Námskeið um öryggismál menningarstofnanna

Þann 14. ágúst sl. var haldið námskeið á Ísafirði í boði landsnefndar Bláa skjaldarins í samstafi við Byggðasafn Vestfjarða sem bar heitið Öryggismál menningarstofnana: möguleikar á samstarfi. Nathalie Jacqueminet, forvörður og safnafræðingur, hélt námskeiðið og fór það fram í fræðslumiðstöð Vestfjarða. Markmið námskeiðsins var að hvetja menningarstofnarnir á Vestfjörðum að auka samstarf í fyrirbyggjandi aðgerðir…

Málþingi Bláa skjaldarins frestað

Landsnefnd Bláa skjaldarins hugðist standa fyrir málþingi í maí nk. um verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið? Í ljósi aðstæðna þarf landsnefndin því miður að fresta málþinginu. Landsnefndin mun tilkynna nýja dagsetningu þegar hún liggur fyrir. Með kveðju,Landsnefnd Bláa skjaldarins

Málþing Bláa skjaldarins 7. maí n.k.

Landsnefnd Bláa skjaldarins stendur fyrir málþingi 7. maí n.k. frá kl. 13-17, í Hörpu.  Efni málþingsins er verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið? Eftirfarandi sérfræðingar munu segja frá því helsta sem er að gerast á þeirra verksviði:   Ásta Hermannsdóttir hjá Minjastofnun mun tala…

Yfirlýsing Bláa skjaldarins

Yfirlýsing frá Bláa skildinum vegna mögulegrar árásar á íranskan menningararf Sjá einnig yfirlýsinguna í heild sinni á heimasíðu Blue Shield International:  https://theblueshield.org/bsi-statement-on-potential-specific-targeting-of-cultural-sites-in-iran/?fbclid=IwAR2Rfn_rzTtde3YMPEQdouAYYQzXhXseLYrf-usoTgY7eJK2kAm6O2mDeBc

Blái skjöldurinn með málstofu á Farskóla Físos, Patreksfirði 2. – 5. okt. 2019

Á málstofu Bláa skjaldarins á Farskóla safnamanna var María Karen Sigurðardóttir með stutta kynningu á starfsemi Bláa skjaldarins, farið var yfir það helsta sem samtökin standa fyrir, núverandi verkefni og framtíðarmarkmið. En framtíðarmarkmið samtakanna eru að vera með námskeið í gerð viðbragðs- og neyðaráætlana á landsvísu, í hverjum landshluta fyrir sig.  Á áætlun er einnig að…

Blái skjöldurinn á Farskóla FÍSOS 2019

Farskóli FÍSOS 2019 verður haldinn á Patreksfirði dagana 2.-5. október 2019. Farskólanum verður að þessu sinni skipt upp í margar smáar málstofur þar sem fjallað verður um allt milli himins og jarðar úr reynsluheimi safnastarfsfólks. Blái skjöldurinn verður með málstofu þar sem Nathalie Jacqueminet og María Karen Sigurðardóttir, forverðir og nefndarmenn Bláa Skjaldarins munu fara…

Styrkur frá safnasjóði

Þann 29. apríl hlaut Blái skjöldurinn styrk frá safnasjóði, en Úthlutunarboð safnaráðs 2019 var haldið í Listasafni Íslands.Styrkurinn hljóðar upp á 700.000 kr og er ætlaður til að halda málþing á vegum Bláa skjaldarins á Íslandi. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutaði styrknum að fenginni umsögn safnaráðs úr safnasjóði, en alls voru veittir 85 verkefnastyrkir auk rekstrarstyrkja…

Tilraunaverkefni vegna viðbragðsáætlunar Norðurþings lokið

„Pilot“-verkefnið Uppbygging á viðbragðsáætlun við vá í Norðurþingi er fyrsta verkefni landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi og það mun vonandi eiga þátt í að bæta vitneskju um stöðu öryggismála menningarstofnana hér á landi. Jafnframt standa vonir til að það verði menningarstofnunum hvatning til að gera betur í þessum málum og vinna viðbragðsáætlanir til að verndun…