Aðalfundur Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins

Á aðalfundi Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf en fundurinn var haldinn sem fjarfundur föstudaginn 4. september sl. frá kl. 13:00-15:45. Stjórnarkjör áttu sér stað og var nýr forseti kosinn, Peter Stone, en hann var áður varaforseti Bláa skjaldarins. Peter Stone tók við af Karl Habsburg sem hafði verið forseti Bláa skjaldarins til fjölda ára. Karl Habsburg og öðrum fráfarandi stjórnarmeðlimum var þakkað fyrir góð störf í þágu samtakanna.

Eftirtaldir meðlimir voru kosnir til stjórnarsetu:
-Kidong Bae, frá Suður Kóreu.
-Hamady Gaye, frá Senegal.
-Lidia Klupsz, frá Póllandi.
-Klaus Weschenfelder, frá Þýskalandi.

Einnig voru fjórir meðlimir aðildarfélaga Bláa skjaldarins: tilnefndir til stjórnarsetu:
-Emilie Gagnet Leumas, fyrir hönd ICA,
-Gerald Leitner fyrir hönd IFLA,
-Peter Keller fyrir hönd ICOM 
-Bijan Pouhani fyrir hönd ICOMOS.

Skrifstofa UNESCO í Beirut og líbönsku samtök Bláa skjaldarins hafa unnið að því að kortleggja þær skemmdir sem urðu á menningarminjum og menningarstofnunum borgarinnar þegar sprengingin varð þar 4. ágúst sl. Karl Habsburg forseti Bláa skjaldarins fór og staðinn og skoðaði vegsummerki. Haldið verður áfram næstu vikur að greina skemmdir og koma starfsemi stofnananna í eðlilegt horf á ný. Gera má ráð fyrir að gífurleg vinna sé framundan við viðgerðir á þeim minjum og byggingum sem urðu eyðileggingunni að bráð.

Næstu fundir Bláa skjaldarins verða haldnir 24. september og 23. október, og verða fjarfundir.

Með kveðju,

María Karen Sigurðardóttir, formaður landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *