Blái skjöldurinn studdi námskeið Borgarsögusafns um viðbrögð við vá

Í lok ágúst fór fram í fyrsta skipti á Íslandi tveggja daga námskeið um viðbrögð við vá með áherslu á skipulag og æfingu björgunar safngripa. Slík námskeið eru orðin mjög algeng í löndum þar sem hamfarir vegna flóða hefur fjölgað ört á síðustu árum. Leiðbeinandi námskeiðsins Nathalie Jacqueminet gat notað tengslanet Bláa Skjaldarins í Frakklandi…

Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt Haag samninginn frá 1954

Á nýliðnum vetri tóku íslensk stjórnvöld mikilvægt skref í varðveislu menningarminja þegar þau fullgiltu Haag-samninginn frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum. Um leið var fyrsti viðauki samningsins frá sama ári fullgiltur. Verndarmerki samningsins er einmitt Blái skjöldurinn og er starf alþjóðsamtakanna grundvallað á ákvæðum og inntaki samningsins. Það er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)…

Málþing Bláa skjaldarins 2022: Dagskrá birt

Nú er búið að birta dagskrá málþings Bláa skjaldarins Vernd menningarverðmæta: sameiginleg ábyrgð sem fram fer í Þjóðskjalasafni í Reykjavík fimmtudagin 5. maí næstkomandi. Skráning stendur yfir og er hægt að skrá sig hér. Dagskrá málþingsins er að finna hér að neðan. Fundarstjóri: Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins – Húss skáldsins og fráfarandi formaður ICOM…

Farskóli safnamanna 2021

Á morgun miðvikudaginn 13. október hefst Farskóli safnamanna 2021. Að þessu sinni fer Farskólinn fram í Stykkishólmi og stendur yfir fram á föstudag. Þétt og efnismikil dagskrá býður þátttakenda og kennir ýmissa grasa. Hægt er að sjá dagskránna hér. Meðal þeirra sem halda erindi í skólanum er Angela Dellebeke, stjórnarmaður Bláa skjaldarins í Hollandi, en…

Viðbragðsáætlun við vá í friðlýstum kirkjum – Leiðarvísir

Fyrr á þessu ári gaf Minjastofnun út nýjan leiðarvísi vegna gerð viðbragðsáætlunar við vá í friðlýstum kirkjum. Höfundur leiðarvísins er Nathalie Jacqueminet forvörður sem jafnframt situr í Landsnefnd Bláa skjaldarins en hún hefur átt sæti í nefndinni í áraraðir. Markmið með útgáfu leiðarvísins er að hjálpa ábyrgðaraðilum og forráðamönnum kirkna að vera vel í stakk…

Aðalfundur Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins

Á aðalfundi Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf en fundurinn var haldinn sem fjarfundur föstudaginn 4. september sl. frá kl. 13:00-15:45. Stjórnarkjör áttu sér stað og var nýr forseti kosinn, Peter Stone, en hann var áður varaforseti Bláa skjaldarins. Peter Stone tók við af Karl Habsburg sem hafði verið forseti Bláa skjaldarins til fjölda…

Námskeið um öryggismál menningarstofnanna

Þann 14. ágúst sl. var haldið námskeið á Ísafirði í boði landsnefndar Bláa skjaldarins í samstafi við Byggðasafn Vestfjarða sem bar heitið Öryggismál menningarstofnana: möguleikar á samstarfi. Nathalie Jacqueminet, forvörður og safnafræðingur, hélt námskeiðið og fór það fram í fræðslumiðstöð Vestfjarða. Markmið námskeiðsins var að hvetja menningarstofnarnir á Vestfjörðum að auka samstarf í fyrirbyggjandi aðgerðir…

Málþingi Bláa skjaldarins frestað

Landsnefnd Bláa skjaldarins hugðist standa fyrir málþingi í maí nk. um verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið? Í ljósi aðstæðna þarf landsnefndin því miður að fresta málþinginu. Landsnefndin mun tilkynna nýja dagsetningu þegar hún liggur fyrir. Með kveðju,Landsnefnd Bláa skjaldarins

Málþing Bláa skjaldarins 7. maí n.k.

Landsnefnd Bláa skjaldarins stendur fyrir málþingi 7. maí n.k. frá kl. 13-17, í Hörpu.  Efni málþingsins er verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið? Eftirfarandi sérfræðingar munu segja frá því helsta sem er að gerast á þeirra verksviði:   Ásta Hermannsdóttir hjá Minjastofnun mun tala…

Yfirlýsing Bláa skjaldarins

Yfirlýsing frá Bláa skildinum vegna mögulegrar árásar á íranskan menningararf Sjá einnig yfirlýsinguna í heild sinni á heimasíðu Blue Shield International:  https://theblueshield.org/bsi-statement-on-potential-specific-targeting-of-cultural-sites-in-iran/?fbclid=IwAR2Rfn_rzTtde3YMPEQdouAYYQzXhXseLYrf-usoTgY7eJK2kAm6O2mDeBc