Blái skjöldurinn á Farskóla FÍSOS 2019

Farskóli FÍSOS 2019 verður haldinn á Patreksfirði dagana 2.-5. október 2019.

Farskólanum verður að þessu sinni skipt upp í margar smáar málstofur þar sem fjallað verður um allt milli himins og jarðar úr reynsluheimi safnastarfsfólks.

Blái skjöldurinn verður með málstofu þar sem Nathalie Jacqueminet og María Karen Sigurðardóttir, forverðir og nefndarmenn Bláa Skjaldarins munu fara yfir öryggismál á söfnum. Sjá nánari upplýsingar um málstofuna hér fyrir neðan.

Málstofa:
Öryggismál á söfnum: viðbrags- og björgunaráætlun

Öll söfn þurfa að vera með viðbrags- og björgunaráætlun fyrir safnkostinn en hversu raunhæf getur sú áætlun verið?  Á málstofunni verður stutt kynning á starfsemi Bláa skjaldarins og síðan verður farið yfir uppbyggingu viðbrags- og björgunaráætlunar. Þátttakendur verða hvattir til að ræða öryggismál og deila reynslu sinni. Í seinni hluta málstofnunnar verður farið í hópavinnu með áherslu að leysa verkefni.

Nathalie Jacqueminet er forvörður, safnafræðingur og listfræðingur að mennt. Hún vann lengi á Þjóðminjasafni Íslands og er nú sjálfstætt starfandi. Hún tók þátt í að stofna landsnefnd bláa skjaldarins á Íslandi árið 2014 og hefur tekið þátt í mörg verkefni tengd öryggismál safna.

María Karen Sigurðadóttirer forvörður og stjórnsýslufræðingur að mennt. Hún deildarstjóri minjavörslu og rannsókna á Borgarsögusafni Reykjavíkur, er formaður Bláa skjaldarins og þýddi m.a.: Undirbúningur neyðaráætlunar fyrir menningarstofnanir, árið 2000.

Sjá frekari upplýsingar um Farskólann á heimasíðu FÍSOS.

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *