Námskeið um öryggismál menningarstofnanna

Þann 14. ágúst sl. var haldið námskeið á Ísafirði í boði landsnefndar Bláa skjaldarins í samstafi við Byggðasafn Vestfjarða sem bar heitið Öryggismál menningarstofnana: möguleikar á samstarfi. Nathalie Jacqueminet, forvörður og safnafræðingur, hélt námskeiðið og fór það fram í fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Þáttakendur á námskeiðinu

Markmið námskeiðsins var að hvetja menningarstofnarnir á Vestfjörðum að auka samstarf í fyrirbyggjandi aðgerðir og í viðbrögð við vá. Þátttakendur voru 7 þar á meðal fulltrúar Byggðasafns Vestfjarða, Héraðsskjalasafns, Almannavarna á Vestfjörðum og Gamla Bókabúðin á Flateyri.

Landnefnd Bláa Skjaldarins þakkar Jónu Símonardóttir, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða kærlega fyrir samstarfið og þátttakendum fyrir komuna.


Dagskrá námskeiðsins var eftirfarandi:

Kl.11.00-11.15 Blái Skjöldurinn á Íslandi
K.11.15-11.30 Náttúruvá á Íslandi og áhrif á menningararfinn
Kl.11.30-12.30
Áhættugreining: hvað getur gerst og hvaða áhrif hefur það á safnkostinn?
Forvarnir: Er hægt að fyrirbyggja skemmdir?
-Viðbragðsáætlun fyrir safnkostinn: hversu raunhæf getur hún verið?
-Neyðaraðstoð: fyrstu viðbrögð. Hverjir geta hjálpað?
-Hlutverk almannavarna og björgunarsveita.
-Forgangsröð björgunarstarfs: tillaga um sameiginlegt átak.
-Endurreisn og  áætlunargerð: Þörf fyrir sérfræðiþekkingu og sjálfboðavinnu.
-Viðhald neyðaáætlunarinnar.

Kl.12.30-13.00 Hádegishressing í boði Byggðasafns Vestfjarða
Kl.13.00-13.45 Hópavinna -fyrri hluti (skipt í hópa).
Unnið að gerð áhættugreiningar fyrir safnkostinn við mismunandi vá (eyðublaði dreift til stuðnings)
Mat á stöðu hverrar stofnunar: Er hún tilbúin til að takast á við vá? Tillögur um úrbætur.
Kl.13.45-14.30  Kynning hópa og umræður 
Kl.14.30-15.15 Hópsvinna -seinni hluti  (eyðublað dreift til stuðnings). Gerð áætlunar um björgun safnkostsBúa til tengslanet, kortleggja aðstoðina, búa til tímaramma fyrir endurreisn.
Kl.15.15-15.30 Umræður

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *