Á morgun miðvikudaginn 13. október hefst Farskóli safnamanna 2021. Að þessu sinni fer Farskólinn fram í Stykkishólmi og stendur yfir fram á föstudag.
Þétt og efnismikil dagskrá býður þátttakenda og kennir ýmissa grasa. Hægt er að sjá dagskránna hér.
Meðal þeirra sem halda erindi í skólanum er Angela Dellebeke, stjórnarmaður Bláa skjaldarins í Hollandi, en erindi hennar ber heitið How to identify risks within/around your institution, measure to take: crisisteam, working with firebrigade, police etc.
Þá heldur Nathalie Jacqueminet safnafræðingur, forvörður og nefndarmaður í Bláa skildinum á Íslandi erindið Vernd menningararfs í söfnum og öðrum menningarstofnunum á Íslandi. Hvað getum við gert?
Að auki fjallar Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar í Þjóðminjasafni Íslands og nefndarmaður í Bláa skildinum á Íslandi erindið Hvað er vá?
Það er Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) sem stendur að Farskólanum og hefur hann verið haldin á haustin frá 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Þar bera safnamenn saman bækur sínar, skoða hvað er verið að gera á landinu í safnamálum og styrkja sín tengslanet.