Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi efnir til málþings fimmtudaginn 5. maí nk. Yfirskrift þess er Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð.
Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum erindum sem fjalla um vernd menningararfsins, viðbrögð þegar vá steðjar að menningarverðmætum, stöðu landsins í þeim efnum ásamt reynslusögum annarra þjóða í varðveislumálum. Dagskráin verður kynnt nánar fljótlega.
Málþingið fer fram í Viðey, fundarsal Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162 í Reykjavík.
Skráning á málþingið er hafin og er hægt að skrá sig á vef Bláa skjaldarins á Íslandi, sjá hér.
Vakin er athygli á því að ekkert þátttökugjald er á málþingið.
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi