Málþing Bláa skjaldarins 7. maí n.k.

Landsnefnd Bláa skjaldarins stendur fyrir málþingi 7. maí n.k. frá kl. 13-17, í Hörpu.  Efni málþingsins er verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið?

Eftirfarandi sérfræðingar munu segja frá því helsta sem er að gerast á þeirra verksviði:  

  • Ásta Hermannsdóttir hjá Minjastofnun mun tala um verndun og varðveislu menningarminja í nútíð og framtíð – stefnu og áskoranir.
  • Polly Christie,verkefnastjóri björgunaraðgerða frá Glasgow School of Arts mun segja  frá brunanum í Machintosh byggingunni (maí 2014 og júní 2018), með áherslu á vinnuna við endurbygginguna.
  • Nelly Cauliez, fagstjóri forvörslu Borgarbókasafns í Genf  sem mun fræða okkur um viðbragsáætlun og varðveislu menningarminja í Sviss með áherslu á bókasafn þeirra.
  • Einnig mun Rúnar Leifsson, sérfræðingur í mennta– og menningarmálaráðuneytinu, Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi frá Almannavörunum, Njörður Sigurðsson, sviðstjóri skjala- og upplýsingasviðs á Þjóðskjalasafni Íslandsog Nathalie Jacqueminet, forvörður og safnafræðingurvera með erindi.

Þegar nær dregur verður sendur út póstur þar sem fólk getur skráð sig á ráðstefnuna. 
Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá: 7. maí frá kl. 13-17.

Hvað er Blái skjöldurinn?

Alþjóðasamtök Bláa skjaldarins – International Committee of the Blue Shield – voru stofnuð árið 1996 til að vinna að verndun menningararfs sem er í hættu vegna náttúruhamfara og stríðsátaka. Það voru aðilar alþjóðasamtaka safna (ICOM), menningarminjastaða (ICOMOS), skjalasafna (ICA) og bókasafna (IFLA) sem komu að stofnun Bláa skjaldarins en grundvöllur í starfi hans er Haag-sáttmálinn frá 1954. Eins og áður segir er markmið Bláa skjaldarins að vinna að verndun menningararfs heimsins með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. Það má því segja að Blái skjöldurinn er menningunni það sem Rauði krossinn er mannúðar- og hjálparstarfi.

Bestu kveðjur

Stjórn Landsnefndar Bláa skjaldarins

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *