Blái skjöldurinn með málstofu á Farskóla Físos, Patreksfirði 2. – 5. okt. 2019

Á málstofu Bláa skjaldarins á Farskóla safnamanna var María Karen Sigurðardóttir með stutta kynningu á starfsemi Bláa skjaldarins, farið var yfir það helsta sem samtökin standa fyrir, núverandi verkefni og framtíðarmarkmið. En framtíðarmarkmið samtakanna eru að vera með námskeið í gerð viðbragðs- og neyðaráætlana á landsvísu, í hverjum landshluta fyrir sig.  Á áætlun er einnig að nálgast sjálfa eigendur safnanna (sveitafélögin) auk safnstjóranna en hugmyndin er að styrkja tengsl safnanna við Almannavarnarnefndir.  Sagt var frá að ætlunin er að setja á laggirnar nefnd sjálfboðaliða sem myndi vinna að björgun menningarverðmæta þegar hætta steðjar að.

Málstofa BS
Ljósmynd: Hörður Geirsson

Nathalie Jacqueminet sagði frá aðgerðum sem farið var í á Skógarsafni í eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010; Byggðasafni Árnesinga eftir jarðskjálftann árið 2008  og svo „Pilot-verkefninu í Norður þingi sem er hugmyndin að verði fyrirmynd annara sveitarfélaga hvernig bregðast skal við vá. Síðan fór Nathalie Jacquminet yfir uppbyggingu viðbrags- og björgunaráætlunar fyrir safnkost á söfnum. Þátttakendur voru hvattir til að ræða öryggismál og deila reynslu sinni.

 Að lokum var farið í hópavinnu með áherslu að leysa hagnýtt verkefni. Hver hópur tók fyrir eitt safn t.d. safnið sem einn meðlimur hópsins starfar á og spurningum er lúta að starfsseminni svarað. Síðan kynnti hver hópur sitt verkefni og tók þátt í samræðum.

Málstofa BS
Ljósmynd: Hörður Geirsson

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *