Fyrr á þessu ári gaf Minjastofnun út nýjan leiðarvísi vegna gerð viðbragðsáætlunar við vá í friðlýstum kirkjum. Höfundur leiðarvísins er Nathalie Jacqueminet forvörður sem jafnframt situr í Landsnefnd Bláa skjaldarins en hún hefur átt sæti í nefndinni í áraraðir.
Markmið með útgáfu leiðarvísins er að hjálpa ábyrgðaraðilum og forráðamönnum kirkna að vera vel í stakk búnir að bjarga menningarverðmætum ef og þegar vá skellur á.
Hægt er að nálgast leiðarvísinn á vef Minjastofnunar, sjá hér.
Einnig er hægt að nálgast beinagrind að viðbragðsáætlun hér.