Blái skjöldurinn á Morgunvaktinni á Rás 1

Þau Heiðar Lind Hansson formaður Landsnefndar Bláa skjaldarins og Nathalie Jacqueminet frumkvöðull að starfi nefndarinnar og núverandi nefndarmaður voru gestir Morgunvaktarinnar á Rás 1 í síðustu viku. Þar ræddu þau starf Bláa skjaldarins og nauðsyn þess að huga vel að varðveislu og vernd menningarverðmæta. Hægt er að hlusta á viðtalið hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgou/menningarminjar-nathalie-jaqueminet-heidar-lind

Fjölmenni á málþingi um Vernd menningararfsins

Málþing Landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi sem bar yfirskriftina “Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð” fór fram á Þjóðskjalasafni sl. fimmtudag. Afar góð þátttaka var á málþingu og fylgdust um 100 manns með því bæði á staðnum og í vefstreymi á netinu. Alls voru flutt átta fjölbreytt erindi ásamt ávörpum sem fjölluðu á einn eða annan hátt…