• Blái skjöldurinn á Morgunvaktinni á Rás 1

    Þau Heiðar Lind Hansson formaður Landsnefndar Bláa skjaldarins og Nathalie Jacqueminet frumkvöðull að starfi nefndarinnar og núverandi nefndarmaður voru gestir Morgunvaktarinnar á Rás 1 í síðustu viku. Þar ræddu þau starf Bláa skjaldarins og nauðsyn þess að huga vel að varðveislu og vernd menningarverðmæta.

    Hægt er að hlusta á viðtalið hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgou/menningarminjar-nathalie-jaqueminet-heidar-lind

    Nathalie og Heiðar að loknu viðtali í hljóðveri Rásar 1.
  • Fjölmenni á málþingi um Vernd menningararfsins

    Málþing Landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi sem bar yfirskriftina “Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð” fór fram á Þjóðskjalasafni sl. fimmtudag. Afar góð þátttaka var á málþingu og fylgdust um 100 manns með því bæði á staðnum og í vefstreymi á netinu.

    Alls voru flutt átta fjölbreytt erindi ásamt ávörpum sem fjölluðu á einn eða annan hátt um aðgerðir til undirbúnings og verndunar menningararfs ásamt því að fjallað var um reynslusögur af viðbragðsaðgerðum og greint frá stöðu þessara mála hér á landi. Erindin, ásamt umræðum sem fram fóru, voru þátttakendum mikil hvatning og verða án efa gott veganesti í næstu verkefnum til verndunar menningararfsins hér á landi.

    Málþingið var tekið upp og er stefnt á því að gera það aðgengilegt á vefnum á næstunni.

    Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn vegna málþingsins kærlega fyrir liðsinnið og þakkar jafnframt gestum fyrir áhugann og þátttökuna.

    Myndir frá málþingu má sjá hér að neðan.

  • Skráning stendur yfir á málþing Bláa skjaldarins

    Skráning stendur nú yfir á málþing Bláa skjaldarins á Íslandi, Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð, sem fram fer fimmtudaginn 5. maí nk.

    Málþingið fer fram fundarsal Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162 í Reykjavík og stendur yfir frá kl. 12:30 – 17:00. Einnig verður hægt að fylgjast með málþinginu í streymi.

    Dagskrá samanstendur af fjölbreyttum erindum sem fjalla um vernd menningararfsins, viðbrögð þegar vá steðjar að menningarverðmætum, stöðu landsins í þeim efnum ásamt reynslusögum annarra þjóða í varðveislumálum.

    Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins er að finna hér.

  • Málþing BS 2022 – Þátttakendur sem skráðu sig fyrir 20. apríl beðnir að skrá sig aftur

    Vegna galla í forriti sem heldur utan um skráningu á málþing Bláa skjaldarsins á Íslandi sem fram fer fimmtudaginn 5. maí næstkomandi eru þeir þátttakendur sem skráðu sig fyrir kl. 12 miðvikudaginn 20. apríl (síðasta vetrardag) beðnir um að skrá sig aftur.

    Beinn tengill á skráningarsíðuna er hér.

    Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

  • Málþing Bláa skjaldarins 2022: Dagskrá birt

    Nú er búið að birta dagskrá málþings Bláa skjaldarins Vernd menningarverðmæta: sameiginleg ábyrgð sem fram fer í Þjóðskjalasafni í Reykjavík fimmtudagin 5. maí næstkomandi. Skráning stendur yfir og er hægt að skrá sig hér.

    Dagskrá málþingsins er að finna hér að neðan.

    Fundarstjóri: Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins – Húss skáldsins og fráfarandi formaður ICOM á Íslandi

    12:00-12:30 Húsið opnar

    12:30-12:35 Ávarp – Gestir boðnir velkomnir, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, Þjóðskjalasafn Íslands

    12:35-12:45 Blái skjöldurinn á Íslandi, Heiðar Lind Hansson formaður landsnefndar Bláa skjaldarins og skjalavörður, Þjóðskjalasafn Íslands

    12:45-13:05 Verkefni Bláa skjaldarins á Íslandi, Nathalie Jacqueminet varðveislustjóri Listasafns Íslands og sjálfstætt starfandi forvörður

    13:05-13:45 ‘La Berce’ – Mobile centre for the rescue of heritage goods, Nelly Cauliez Head of conservation, Library of Geneva

    13:45-14:05 Áhrif gasmengunar á menningarminjar, Sandra Sif Einarsdóttir forvörður, Þjóðminjasafn Íslands

    14:05-14:25 Viðbrögð vegna aurskriðunnar á Seyðisfirði og verndun menningarminja, Rúnar Leifsson sérfræðingur, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

    14:25-14:55 Kaffihlé

    14:55-15:35 Through the Fire: Recovering from the 2014 fire at The Glasgow School of Art, Michelle Kaye Collections Development Officer, Archives & Collections, Glasgow School of Art

    15:35-15:55 Stjórnun í neyðarástandi, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra

    15:55-16:15 Minjar í hættu vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. Viðbrögð Minjastofnunar Íslands við náttúruvá, Oddgeir Isaksen verkefnastjóri á Rannsóknar- og miðlunarsviði Minjastofnunar Íslands

    16:15-16:35 Samþykkt Haag sáttmálans á Íslandi, Njörður Sigurðsson aðstoðarþjóðskjalavörður, Þjóðskjalasafn Íslands

    16:35-17:00 Umræður: Spurningar og svör

    17:00-18:00 Móttaka