• Farskóli safnamanna 2021

  Á morgun miðvikudaginn 13. október hefst Farskóli safnamanna 2021. Að þessu sinni fer Farskólinn fram í Stykkishólmi og stendur yfir fram á föstudag.

  Þétt og efnismikil dagskrá býður þátttakenda og kennir ýmissa grasa. Hægt er að sjá dagskránna hér.

  Meðal þeirra sem halda erindi í skólanum er Angela Dellebeke, stjórnarmaður Bláa skjaldarins í Hollandi, en erindi hennar ber heitið How to identify risks within/around your institution, measure to take: crisisteam, working with firebrigade, police etc.

  Þá heldur Nathalie Jacqueminet safnafræðingur, forvörður og nefndarmaður í Bláa skildinum á Íslandi erindið Vernd menningararfs í söfnum og öðrum menningarstofnunum á Íslandi. Hvað getum við gert?

  Að auki fjallar Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar í Þjóðminjasafni Íslands og nefndarmaður í Bláa skildinum á Íslandi erindið Hvað er vá?

  Það er Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) sem stendur að Farskólanum og hefur hann verið haldin á haustin frá 1989. Farskólinn er mikilvægur vettvangur endurmenntunar og samstarfs meðal íslenskra safna. Þar bera safnamenn saman bækur sínar, skoða hvað er verið að gera á landinu í safnamálum og styrkja sín tengslanet.

 • Viðbragðsáætlun við vá í friðlýstum kirkjum – Leiðarvísir

  Fyrr á þessu ári gaf Minjastofnun út nýjan leiðarvísi vegna gerð viðbragðsáætlunar við vá í friðlýstum kirkjum. Höfundur leiðarvísins er Nathalie Jacqueminet forvörður sem jafnframt situr í Landsnefnd Bláa skjaldarins en hún hefur átt sæti í nefndinni í áraraðir.

  Markmið með útgáfu leiðarvísins er að hjálpa ábyrgðaraðilum og forráðamönnum kirkna að vera vel í stakk búnir að bjarga menningarverðmætum ef og þegar vá skellur á.

  Hægt er að nálgast leiðarvísinn á vef Minjastofnunar, sjá hér.

  Einnig er hægt að nálgast beinagrind að viðbragðsáætlun hér.

 • Aðalfundur Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins

  Á aðalfundi Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf en fundurinn var haldinn sem fjarfundur föstudaginn 4. september sl. frá kl. 13:00-15:45. Stjórnarkjör áttu sér stað og var nýr forseti kosinn, Peter Stone, en hann var áður varaforseti Bláa skjaldarins. Peter Stone tók við af Karl Habsburg sem hafði verið forseti Bláa skjaldarins til fjölda ára. Karl Habsburg og öðrum fráfarandi stjórnarmeðlimum var þakkað fyrir góð störf í þágu samtakanna.

  Eftirtaldir meðlimir voru kosnir til stjórnarsetu:
  -Kidong Bae, frá Suður Kóreu.
  -Hamady Gaye, frá Senegal.
  -Lidia Klupsz, frá Póllandi.
  -Klaus Weschenfelder, frá Þýskalandi.

  Einnig voru fjórir meðlimir aðildarfélaga Bláa skjaldarins: tilnefndir til stjórnarsetu:
  -Emilie Gagnet Leumas, fyrir hönd ICA,
  -Gerald Leitner fyrir hönd IFLA,
  -Peter Keller fyrir hönd ICOM 
  -Bijan Pouhani fyrir hönd ICOMOS.

  Skrifstofa UNESCO í Beirut og líbönsku samtök Bláa skjaldarins hafa unnið að því að kortleggja þær skemmdir sem urðu á menningarminjum og menningarstofnunum borgarinnar þegar sprengingin varð þar 4. ágúst sl. Karl Habsburg forseti Bláa skjaldarins fór og staðinn og skoðaði vegsummerki. Haldið verður áfram næstu vikur að greina skemmdir og koma starfsemi stofnananna í eðlilegt horf á ný. Gera má ráð fyrir að gífurleg vinna sé framundan við viðgerðir á þeim minjum og byggingum sem urðu eyðileggingunni að bráð.

  Næstu fundir Bláa skjaldarins verða haldnir 24. september og 23. október, og verða fjarfundir.

  Með kveðju,

  María Karen Sigurðardóttir, formaður landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi

 • Námskeið um öryggismál menningarstofnanna

  Þann 14. ágúst sl. var haldið námskeið á Ísafirði í boði landsnefndar Bláa skjaldarins í samstafi við Byggðasafn Vestfjarða sem bar heitið Öryggismál menningarstofnana: möguleikar á samstarfi. Nathalie Jacqueminet, forvörður og safnafræðingur, hélt námskeiðið og fór það fram í fræðslumiðstöð Vestfjarða.

  Þáttakendur á námskeiðinu

  Markmið námskeiðsins var að hvetja menningarstofnarnir á Vestfjörðum að auka samstarf í fyrirbyggjandi aðgerðir og í viðbrögð við vá. Þátttakendur voru 7 þar á meðal fulltrúar Byggðasafns Vestfjarða, Héraðsskjalasafns, Almannavarna á Vestfjörðum og Gamla Bókabúðin á Flateyri.

  Landnefnd Bláa Skjaldarins þakkar Jónu Símonardóttir, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða kærlega fyrir samstarfið og þátttakendum fyrir komuna.


  Dagskrá námskeiðsins var eftirfarandi:

  Kl.11.00-11.15 Blái Skjöldurinn á Íslandi
  K.11.15-11.30 Náttúruvá á Íslandi og áhrif á menningararfinn
  Kl.11.30-12.30
  Áhættugreining: hvað getur gerst og hvaða áhrif hefur það á safnkostinn?
  Forvarnir: Er hægt að fyrirbyggja skemmdir?
  -Viðbragðsáætlun fyrir safnkostinn: hversu raunhæf getur hún verið?
  -Neyðaraðstoð: fyrstu viðbrögð. Hverjir geta hjálpað?
  -Hlutverk almannavarna og björgunarsveita.
  -Forgangsröð björgunarstarfs: tillaga um sameiginlegt átak.
  -Endurreisn og  áætlunargerð: Þörf fyrir sérfræðiþekkingu og sjálfboðavinnu.
  -Viðhald neyðaáætlunarinnar.

  Kl.12.30-13.00 Hádegishressing í boði Byggðasafns Vestfjarða
  Kl.13.00-13.45 Hópavinna -fyrri hluti (skipt í hópa).
  Unnið að gerð áhættugreiningar fyrir safnkostinn við mismunandi vá (eyðublaði dreift til stuðnings)
  Mat á stöðu hverrar stofnunar: Er hún tilbúin til að takast á við vá? Tillögur um úrbætur.
  Kl.13.45-14.30  Kynning hópa og umræður 
  Kl.14.30-15.15 Hópsvinna -seinni hluti  (eyðublað dreift til stuðnings). Gerð áætlunar um björgun safnkostsBúa til tengslanet, kortleggja aðstoðina, búa til tímaramma fyrir endurreisn.
  Kl.15.15-15.30 Umræður

 • Málþingi Bláa skjaldarins frestað

  Landsnefnd Bláa skjaldarins hugðist standa fyrir málþingi í maí nk. um verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið?

  Í ljósi aðstæðna þarf landsnefndin því miður að fresta málþinginu. Landsnefndin mun tilkynna nýja dagsetningu þegar hún liggur fyrir.

  Með kveðju,
  Landsnefnd Bláa skjaldarins

  Blái skjöldurinn á Íslandi