Upptaka af málþinginu Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð birt á YouTube

Upptaka af málþingi Bláa skjaldarins á Íslandi – Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgðVið höfum klippt saman upptöku í tveimur hlutum af málþingi sem Blái skjöldurinn á Íslandi hélt 5. maí í fyrra undir yfirskriftinni Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð. Hægt er að skoða upptökurnar á YouTube, sjá hér:Fyrri hlutiSeinni hluti Finna má dagskrá og tímasetningar hvers erindis…

Blái skjöldurinn á Morgunvaktinni á Rás 1

Þau Heiðar Lind Hansson formaður Landsnefndar Bláa skjaldarins og Nathalie Jacqueminet frumkvöðull að starfi nefndarinnar og núverandi nefndarmaður voru gestir Morgunvaktarinnar á Rás 1 í síðustu viku. Þar ræddu þau starf Bláa skjaldarins og nauðsyn þess að huga vel að varðveislu og vernd menningarverðmæta. Hægt er að hlusta á viðtalið hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgou/menningarminjar-nathalie-jaqueminet-heidar-lind

Fjölmenni á málþingi um Vernd menningararfsins

Málþing Landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi sem bar yfirskriftina “Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð” fór fram á Þjóðskjalasafni sl. fimmtudag. Afar góð þátttaka var á málþingu og fylgdust um 100 manns með því bæði á staðnum og í vefstreymi á netinu. Alls voru flutt átta fjölbreytt erindi ásamt ávörpum sem fjölluðu á einn eða annan hátt…

Skráning stendur yfir á málþing Bláa skjaldarins

Skráning stendur nú yfir á málþing Bláa skjaldarins á Íslandi, Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð, sem fram fer fimmtudaginn 5. maí nk. Málþingið fer fram fundarsal Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162 í Reykjavík og stendur yfir frá kl. 12:30 – 17:00. Einnig verður hægt að fylgjast með málþinginu í streymi. Dagskrá samanstendur af fjölbreyttum erindum sem fjalla…

Málþing BS 2022 – Þátttakendur sem skráðu sig fyrir 20. apríl beðnir að skrá sig aftur

Vegna galla í forriti sem heldur utan um skráningu á málþing Bláa skjaldarsins á Íslandi sem fram fer fimmtudaginn 5. maí næstkomandi eru þeir þátttakendur sem skráðu sig fyrir kl. 12 miðvikudaginn 20. apríl (síðasta vetrardag) beðnir um að skrá sig aftur. Beinn tengill á skráningarsíðuna er hér. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem…

Málþing Bláa skjaldarins 2022: Dagskrá birt

Nú er búið að birta dagskrá málþings Bláa skjaldarins Vernd menningarverðmæta: sameiginleg ábyrgð sem fram fer í Þjóðskjalasafni í Reykjavík fimmtudagin 5. maí næstkomandi. Skráning stendur yfir og er hægt að skrá sig hér. Dagskrá málþingsins er að finna hér að neðan. Fundarstjóri: Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins – Húss skáldsins og fráfarandi formaður ICOM…

Málþing á vegum Bláa skjaldarins á Íslandi – Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð

Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi efnir til málþings fimmtudaginn 5. maí nk. Yfirskrift þess er Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð. Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum erindum sem fjalla um vernd menningararfsins, viðbrögð þegar vá steðjar að menningarverðmætum, stöðu landsins í þeim efnum ásamt reynslusögum annarra þjóða í varðveislumálum. Dagskráin verður kynnt nánar fljótlega. Málþingið fer fram í…

Málþing BS 2022

Landsnefnd Bláa skjaldarins hélt málþing 5. maí 2022 sem bar yfirskriftina Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð. Upptöku af málþinginu má finna á YouTube síðu Landsnefndarinnar, sjá nánar hér. Dagskrá: Fundarstjóri: Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins – Húss skáldsins og fráfarandi formaður ICOM á Íslandi 12:00-12:30 Húsið opnar 12:30-12:35 Ávarp – Gestir boðnir velkomnir, Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður,…