Blái Skjöldurinn

Samstarf um verndun menningarverðmæta

Um Bláa Skjöldinn

Markmið Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins eru að vernda menningarverðmæti þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara og átaka m.a. með áætlunum og viðbrögðum þegar vá steðjar að og stuðningi þegar hættuástandi lýkur.

Lesa meira

Viðbrögð við vá

Upplýsingar um það hvernig bregðast á við þegar að hætta steðjar að, hvernig á að bregðast við með ólíkan safnkost. Flokka eftir t.d. Listasöfn, minjasöfn, skjalasöfn, minjastaðir og bókasöfn. Leggja áherslu á að öll söfn eigi viðbragðsáætlanir sem farið er yfir reglulega.

Lesa meira

Ítarefni

Hér má finna tengla á frekara lesefni fyrir áhugasama á efni sem tengist Bláa Skildinum, menningarminjum og viðbrögð við vá.

Lesa meira

Námskeið um björgun safngripa – Fyrstu viðbrögð við vá (vatnstjón)

Félag Norræna forvarða og Blái Skjöldurinn á Íslandi bjóða upp á námskeið um björgun safngripa og fyrstu viðbrögð við vá. Námskeiðið fer fram dagana 18 -19. september nk. á Árbæjarsafni en það er stutt af Safnaráði og Borgarsögusafni Reykjavíkur. Hættan af náttúruvá, eldsvoðum og annarri vá er ávallt til staðar og eykst með auknum loftlagsbreytingum.…

Blái skjöldurinn studdi námskeið Borgarsögusafns um viðbrögð við vá

Í lok ágúst fór fram í fyrsta skipti á Íslandi tveggja daga námskeið um viðbrögð við vá með áherslu á skipulag og æfingu björgunar safngripa. Slík námskeið eru orðin mjög algeng í löndum þar sem hamfarir vegna flóða hefur fjölgað ört á síðustu árum. Leiðbeinandi námskeiðsins Nathalie Jacqueminet gat notað tengslanet Bláa Skjaldarins í Frakklandi…

Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt Haag samninginn frá 1954

Á nýliðnum vetri tóku íslensk stjórnvöld mikilvægt skref í varðveislu menningarminja þegar þau fullgiltu Haag-samninginn frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum. Um leið var fyrsti viðauki samningsins frá sama ári fullgiltur. Verndarmerki samningsins er einmitt Blái skjöldurinn og er starf alþjóðsamtakanna grundvallað á ákvæðum og inntaki samningsins. Það er Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)…

Upptaka af málþinginu Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð birt á YouTube

Upptaka af málþingi Bláa skjaldarins á Íslandi – Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgðVið höfum klippt saman upptöku í tveimur hlutum af málþingi sem Blái skjöldurinn á Íslandi hélt 5. maí í fyrra undir yfirskriftinni Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð. Hægt er að skoða upptökurnar á YouTube, sjá hér:Fyrri hlutiSeinni hluti Finna má dagskrá og tímasetningar hvers erindis…

Blái skjöldurinn á Morgunvaktinni á Rás 1

Þau Heiðar Lind Hansson formaður Landsnefndar Bláa skjaldarins og Nathalie Jacqueminet frumkvöðull að starfi nefndarinnar og núverandi nefndarmaður voru gestir Morgunvaktarinnar á Rás 1 í síðustu viku. Þar ræddu þau starf Bláa skjaldarins og nauðsyn þess að huga vel að varðveislu og vernd menningarverðmæta. Hægt er að hlusta á viðtalið hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhgou/menningarminjar-nathalie-jaqueminet-heidar-lind

Fjölmenni á málþingi um Vernd menningararfsins

Málþing Landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi sem bar yfirskriftina “Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð” fór fram á Þjóðskjalasafni sl. fimmtudag. Afar góð þátttaka var á málþingu og fylgdust um 100 manns með því bæði á staðnum og í vefstreymi á netinu. Alls voru flutt átta fjölbreytt erindi ásamt ávörpum sem fjölluðu á einn eða annan hátt…

Skráning stendur yfir á málþing Bláa skjaldarins

Skráning stendur nú yfir á málþing Bláa skjaldarins á Íslandi, Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð, sem fram fer fimmtudaginn 5. maí nk. Málþingið fer fram fundarsal Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162 í Reykjavík og stendur yfir frá kl. 12:30 – 17:00. Einnig verður hægt að fylgjast með málþinginu í streymi. Dagskrá samanstendur af fjölbreyttum erindum sem fjalla…

Málþing BS 2022 – Þátttakendur sem skráðu sig fyrir 20. apríl beðnir að skrá sig aftur

Vegna galla í forriti sem heldur utan um skráningu á málþing Bláa skjaldarsins á Íslandi sem fram fer fimmtudaginn 5. maí næstkomandi eru þeir þátttakendur sem skráðu sig fyrir kl. 12 miðvikudaginn 20. apríl (síðasta vetrardag) beðnir um að skrá sig aftur. Beinn tengill á skráningarsíðuna er hér. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem…

Málþing Bláa skjaldarins 2022: Dagskrá birt

Nú er búið að birta dagskrá málþings Bláa skjaldarins Vernd menningarverðmæta: sameiginleg ábyrgð sem fram fer í Þjóðskjalasafni í Reykjavík fimmtudagin 5. maí næstkomandi. Skráning stendur yfir og er hægt að skrá sig hér. Dagskrá málþingsins er að finna hér að neðan. Fundarstjóri: Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins – Húss skáldsins og fráfarandi formaður ICOM…

Málþing á vegum Bláa skjaldarins á Íslandi – Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð

Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi efnir til málþings fimmtudaginn 5. maí nk. Yfirskrift þess er Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð. Dagskráin samanstendur af fjölbreyttum erindum sem fjalla um vernd menningararfsins, viðbrögð þegar vá steðjar að menningarverðmætum, stöðu landsins í þeim efnum ásamt reynslusögum annarra þjóða í varðveislumálum. Dagskráin verður kynnt nánar fljótlega. Málþingið fer fram í…