Skráning stendur yfir á málþing Bláa skjaldarins

Skráning stendur nú yfir á málþing Bláa skjaldarins á Íslandi, Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð, sem fram fer fimmtudaginn 5. maí nk.

Málþingið fer fram fundarsal Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162 í Reykjavík og stendur yfir frá kl. 12:30 – 17:00. Einnig verður hægt að fylgjast með málþinginu í streymi.

Dagskrá samanstendur af fjölbreyttum erindum sem fjalla um vernd menningararfsins, viðbrögð þegar vá steðjar að menningarverðmætum, stöðu landsins í þeim efnum ásamt reynslusögum annarra þjóða í varðveislumálum.

Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins er að finna hér.

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *