Í lok ágúst fór fram í fyrsta skipti á Íslandi tveggja daga námskeið um viðbrögð við vá með áherslu á skipulag og æfingu björgunar safngripa. Slík námskeið eru orðin mjög algeng í löndum þar sem hamfarir vegna flóða hefur fjölgað ört á síðustu árum.
Leiðbeinandi námskeiðsins Nathalie Jacqueminet gat notað tengslanet Bláa Skjaldarins í Frakklandi og fékk þar innblástur af svipuðum námskeiðum. Landsnefnd Bláa Skjaldarins studdi námskeiðið með búnaði sem notaður er við hreinsun og þurrkun safngripa eftir vatnsflóð.
Námskeiðið var haldið á vegum Borgarsögusafnsins með styrk úr Safnasjóði og var ætlað starfsfólki Reykjavíkursafna.
Blái Skjöldurinn vill hvetja menningarstofnanir að æfa viðbragðáætlun sína og tryggja að starfsfólkið læri fyrstu viðbrögð við vá.