Fjölmenni á málþingi um Vernd menningararfsins

Málþing Landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi sem bar yfirskriftina “Vernd menningararfsins: sameiginleg ábyrgð” fór fram á Þjóðskjalasafni sl. fimmtudag. Afar góð þátttaka var á málþingu og fylgdust um 100 manns með því bæði á staðnum og í vefstreymi á netinu.

Alls voru flutt átta fjölbreytt erindi ásamt ávörpum sem fjölluðu á einn eða annan hátt um aðgerðir til undirbúnings og verndunar menningararfs ásamt því að fjallað var um reynslusögur af viðbragðsaðgerðum og greint frá stöðu þessara mála hér á landi. Erindin, ásamt umræðum sem fram fóru, voru þátttakendum mikil hvatning og verða án efa gott veganesti í næstu verkefnum til verndunar menningararfsins hér á landi.

Málþingið var tekið upp og er stefnt á því að gera það aðgengilegt á vefnum á næstunni.

Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn vegna málþingsins kærlega fyrir liðsinnið og þakkar jafnframt gestum fyrir áhugann og þátttökuna.

Myndir frá málþingu má sjá hér að neðan.