Málþing BS 2022 – Þátttakendur sem skráðu sig fyrir 20. apríl beðnir að skrá sig aftur

Vegna galla í forriti sem heldur utan um skráningu á málþing Bláa skjaldarsins á Íslandi sem fram fer fimmtudaginn 5. maí næstkomandi eru þeir þátttakendur sem skráðu sig fyrir kl. 12 miðvikudaginn 20. apríl (síðasta vetrardag) beðnir um að skrá sig aftur.

Beinn tengill á skráningarsíðuna er hér.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.