Blái skjöldurinn með málstofu á Farskóla Físos, Patreksfirði 2. – 5. okt. 2019

Á málstofu Bláa skjaldarins á Farskóla safnamanna var María Karen Sigurðardóttir með stutta kynningu á starfsemi Bláa skjaldarins, farið var yfir það helsta sem samtökin standa fyrir, núverandi verkefni og framtíðarmarkmið. En framtíðarmarkmið samtakanna eru að vera með námskeið í gerð viðbragðs- og neyðaráætlana á landsvísu, í hverjum landshluta fyrir sig.  Á áætlun er einnig að…

Blái skjöldurinn á Farskóla FÍSOS 2019

Farskóli FÍSOS 2019 verður haldinn á Patreksfirði dagana 2.-5. október 2019. Farskólanum verður að þessu sinni skipt upp í margar smáar málstofur þar sem fjallað verður um allt milli himins og jarðar úr reynsluheimi safnastarfsfólks. Blái skjöldurinn verður með málstofu þar sem Nathalie Jacqueminet og María Karen Sigurðardóttir, forverðir og nefndarmenn Bláa Skjaldarins munu fara…

Styrkur frá safnasjóði

Þann 29. apríl hlaut Blái skjöldurinn styrk frá safnasjóði, en Úthlutunarboð safnaráðs 2019 var haldið í Listasafni Íslands.Styrkurinn hljóðar upp á 700.000 kr og er ætlaður til að halda málþing á vegum Bláa skjaldarins á Íslandi. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutaði styrknum að fenginni umsögn safnaráðs úr safnasjóði, en alls voru veittir 85 verkefnastyrkir auk rekstrarstyrkja…

Tilraunaverkefni vegna viðbragðsáætlunar Norðurþings lokið

„Pilot“-verkefnið Uppbygging á viðbragðsáætlun við vá í Norðurþingi er fyrsta verkefni landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi og það mun vonandi eiga þátt í að bæta vitneskju um stöðu öryggismála menningarstofnana hér á landi. Jafnframt standa vonir til að það verði menningarstofnunum hvatning til að gera betur í þessum málum og vinna viðbragðsáætlanir til að verndun…