Tilraunaverkefni vegna viðbragðsáætlunar Norðurþings lokið

„Pilot“-verkefnið Uppbygging á viðbragðsáætlun við vá í Norðurþingi er fyrsta verkefni landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi og það mun vonandi eiga þátt í að bæta vitneskju um stöðu öryggismála menningarstofnana hér á landi. Jafnframt standa vonir til að það verði menningarstofnunum hvatning til að gera betur í þessum málum og vinna viðbragðsáætlanir til að verndun menningarverðmæta verði markviss og skipulögð komi til náttúruvár af einhverju tagi.

Höfundar skýrslunnar eru:

Nathalie Jacqueminet, menntaður forvörður, safnfræðingur og listfræðingur. Hún starfaði lengi sem varðveislustjóri á Þjóðminjasafni Íslands (2002-2018) en er nú sjálfstætt starfandi. Hún hefur unnið mikið að öryggismálum safna og situr í landsnefnd Bláa skjaldarins sem fulltrúi ICOM

Sif Jóhannesdóttir, þjóðfræðingur og kennari og hún var forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í Norðurþingi á Húsavík (2012-2018). Hún situr í stjórn Íslandsdeildar ICOM og í landsnefnd Bláa skjaldarins sem fulltrúi ICOM.

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *