Málþingi Bláa skjaldarins frestað

Landsnefnd Bláa skjaldarins hugðist standa fyrir málþingi í maí nk. um verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið? Í ljósi aðstæðna þarf landsnefndin því miður að fresta málþinginu. Landsnefndin mun tilkynna nýja dagsetningu þegar hún liggur fyrir. Með kveðju,Landsnefnd Bláa skjaldarins

Málþing Bláa skjaldarins 7. maí n.k.

Landsnefnd Bláa skjaldarins stendur fyrir málþingi 7. maí n.k. frá kl. 13-17, í Hörpu.  Efni málþingsins er verndun menningararfs hér á landi með áherslu á viðbragðsáætlun menningarstofnanna; hver er staðan og hvert er framtíðarmarkmiðið? Eftirfarandi sérfræðingar munu segja frá því helsta sem er að gerast á þeirra verksviði:   Ásta Hermannsdóttir hjá Minjastofnun mun tala…