Námskeið um öryggi menningarminja

Þann 29. október s.l. stóð Blái skjöldurinn fyrir námskeiði um öryggismál menningarstofnana fyrir safnafólk á Suðurlandi og þá aðila sem sjá um fyrstu viðbrögð við vá á svæðinu.

Natalie Jacqueminet, formaður Landsnefndar Bláa Skjaldarinns, kynnti tilraunaverkefni í Norðurþingi sem Blái skjöldurinn hefur gengist fyrir, þar sem farið var yfir viðbragðsáætlanir hjá öllum menningarstofnunum á svæðinu og þær samhæfðar við áætlanir almannavarna.

Tilgangur verkefnisins er að koma á fót viðbragðsteymi sérfræðinga og vinna heildstæða viðbragðsáætlun sem mun gagnast öllu landinu. Rifjað var upp með fundarmönnum þau áföll sem dunið hafa yfir Suðurland, jarðskjálfta og eldgos, og farið var yfir hver hefðu verið fyrstu viðbrögð, hvað hefði gengið vel og hvað hefði mátt fara betur. Einnig var rætt um áhættumat, rýmingaráætlanir og fleira gagnlegt.

Námskeiðið var fræðandi og gagnlegt, og vonast er til að fleiri námskeið verði haldin um land allt til að koma á samstarfi og mynda tengslanet safnafólks við almannavarnir og björgunaraðila í héraði um hvernig skuli haga björgunarstarfi með tilliti til menningarverðmæta ef hættuástand skapast.

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *