Nefndin heitir Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi, nafnið er skammstafað LBSÍ. Heiti á alþjóðavettvangi er The Icelandic Blue Shield Committee. Nefndin hefur aðsetur í Reykjavík og starfar um allt Ísland.
2. gr.
Markmið
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi (LBSI) hefur sem markmið að stofna almannaheillafélag sem starfar á sviði þjóðlegrar og alþjóðlegrar verndar menningarverðmæta í anda alþjóðlegs réttar til verndar þeirra. Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi vinnur að markmiðum Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins um viðbragðsá ætlanir og vernd menningararfs heimsins þegar hættuástand skapast við vopnuð átök eða náttúrhamfarirauk stuðnings eftir að hættuástandi lýkur. Þessi markmið koma fram:
í stofnskrá Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins – International Committee of Blue Shield, sem samþykkt var í Strassborg 14. apríl 2000,
í Haag-samkomulaginu frá 28. september 2006,
við stofnun samtaka landsnefnda Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins – Association of National Committees of the Blue Shield í Haag 7. desember 2008.
3. gr.
Grunnviðmið
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi skal hafa að leiðarljósi grunnviðmið Alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins sem samþykkt voru 8. júní 2001:
sameiginleg viðbrögð og samhæfðar aðgerðir,
sjálfstæði,
hlutleysi,
fagmennska,
virðing fyrir menningarlegri sjálfsmynd,
ekki rekið í hagnaðarskyni.
4. gr.
Aðild
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi – The Icelandic Blue Shield Committee er samvinnuverkefni Íslandsdeildar ICOM – International Council of Museums, Íslensku ICOMOS nefndarinnar – International Council on Monuments and Sites, viðurkenndra fulltrúa Alþjóðaskjalaráðsins á Íslandi ICA: International Council on Archives og viðurkenndra fulltrúa Alþjóðasamtaka bókasafna á Íslandi – IFLA:International Federation of Library Associations. Framangreindir fjórir aðildarfélagar eru aðilar að Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi á jafnréttisgrundvelli.
5. gr.
Skipan nefndar
Fulltrúar aðildarfélaganna fjögurra mynda Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi. Aðildarfélagar tilnefna hver sinn fulltrúa í Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi og einn til vara. Nefndin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi. Annað hvert ár er formaður valinn til tveggja ára og þess á milli er ritari og gjaldkeri valdir til tveggja ára. Æskilegt er að embættin flytjist reglulega á milli aðildarfélaga.
6. gr.
Starf nefndar
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi skal halda fundi að minnsta kosti tvisvar á ári eða oftar ef þurfa þykir. Aðildarfélagar skulu senda fulltrúa, eða varamann hans, til að taka þátt í fundum nefndarinnar. Aðrir meðlimir aðildarfélaganna mega sitja fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt en án atkvæðisréttar.
7. gr.
Samtarfsaðilar
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi getur boðið sérfræðingum, fulltrúum samtaka eða yfirvalda til samstarfs, bæði á einstökum fundum, vegna ákveðinna verkefna eða til lengri tíma. Slíkir samstarfsaðilar hafa ekki atkvæðisrétt.
8. gr.
Skjalasafn nefndarinnar
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi skal varðveita skjöl hennar þar til þeim verður komið til varðveislu á Þjóðskjalasafni Íslands. Ritari ber ábyrgð á skjalasafninu.
9. gr.
Breyting á samþykkt
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi getur lagt til breytingar á samþykkt þessari. Skulu breytingartillögur lagðar fyrir stjórnir aðildarfélaganna og skulu þær öðlast gildi ef allar stjórnir eru þeim samþykkar.
10. gr.
Starfslok
Ef upp kemur óleysanlegur ágreiningur eða önnur alvarleg mál sem gera nefndina óstarfhæfa samkvæmt grein 2 og 3, getur hvert og eitt aðildarfélaganna krafist þess að nefndin verði lögð niður. Komi fram ósk frá aðildarfélaga um leggja hana niður skal það gert strax. Ákvörðun um slit nefndarinnar skulu teknar á fundi nefndarinnar þar sem fulltrúar allra aðildarfélaga eru viðstaddir. Eignum nefndarinnar skal þá skipt jafnt á milli aðildarfélaga.
Samþykkt á stofnfundi Landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi haldinn í Reykjavík 24. október 2014. Breyting samþykkt af fulltrúum allra aðildarfélaga 11. maí 2015