Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi heldur úti heimasíðunni http://blaiskjoldurinn.is.
Söfnun persónuupplýsinga
Við söfnum engum persónuupplýsingum frá almennum gestum síðunnar.
Athugasemdir
Þegar gestir skilja eftir athugasemdir á síðu þá söfnum við upplýsingunum sem koma fram í athugasemdar forminu, auk IP tölu gests og svokallaðan browser user agent string til að greina betur amapóst.
Ef þú hleður upp mynd á vefsíðuna þá er best að ganga úr skugga um að myndin sé ekki með staðsetningarupplýsingar (EXIF GPS) innifaldar.
Póstlisti
Blái skjöldurinn á Íslandi heldur úti póstlista fyrir fyrir þá sem hafa áhuga á starfi landsnefndarinnar og verndun menningarverðmæta.
Haldið er utan um póstlistann í Mailchimp. Við skráningu á póstlistann er óskað eftir netfangi og nafni. Persónuupplýsingunum þínum er ekki dreift til þriðja aðila eða notaðar í öðrum tilgangi.
Vafrakökur
Ef þú skilur eftir athugasemd á síðunni okkar er valkvætt hvort nafn, netfang og vefsíðuslóð sé vistað í vafrakökum. Þetta er hugsað til hægðarauka svo ekki þurfi að fylla út þessar upplýsingar aftur þegar næsta athugasemd er rituð. Vafrakökurnar endast í eitt ár hjá þér.
Varðveislutími þinna gagna
Ef þú skilur eftir athugasemd þá er athugasemdin og lýsigögn geymd óendanlega. Þetta er gert í þeim tilgangi að bera kennsl á og samþykkja frekari athugasemdir þínar sjálfkrafa í stað þess að setja þau í biðstöðu til að bíða samþykkis. Hægt er að óska eftir því að athugasemdum þínum verði eytt.
Síða uppfærð 11. desember 2019