Ráðstefna norrænna forvarða um þær hættur sem steðja að menningarminjum

Íslandsdeild Félags norrænna forvarða stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem bar yfirskriftina: Cultural heritage facing catastrophe: Prevention and recoveries, og haldin var í Hörpu dagana 26. – 28. september 2018.

Fjöldinn allur af sérfræðingum, erlendum sem og innlendum, fluttu áhugverð og fræðandi erindi á ráðstefnunni en dagskráin var mjög fjölbreytt. Fulltrúar Bláa skjaldarins á norðurlöndum mættu á ráðstefnuna og var það tækifæri nýtt til að ýta undir tengslamyndun og funduðu landsnefndameðlimir norrænu þjóðana saman.

Meðlimir landsnefndar Bláa skjaldarins á Íslandi tengdust skipulagi og framkvæmd ráðstefnunnar. Nathalie Jacqueminet, formaður, og Njörður Sigurðsson voru fundarstjórar, einnig var Karen Sigurkarlsdóttir í skipulagsnefnd ráðstefnunnar. Auk þess flutti Nathalie erindi um björgunarstarf á Íslandi eftir jarðskjálftana á Suðurlandi 2008 og öskufallið úr Eyjafjallajökli árið 2010 sem leiddi til þess að BS á Íslandi var stofnaður.

Væntanlegt er ráðstefnurit sem mun bætast við fræðsluefni á sviði öggyggis og varðveislu menningararfs.

 

 

Leave Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *